fbpx

skilgr-eldvgler

Eldvarnargler

Eldvarnargler er lagskipt gler með sérstakri eldvarnarfilmu milli laga sem hindrar að eldur fari í gegnum glerið í uppgefinn ákveðinn tíma.

Eldvarnarkröfur eru skilgreindar nánar í eftirfarandi flokka:

Síðan þarf að tiltaka tímann í mínútum sem eldvarnarglerið á að hindra að eldur fari í gegnum glerið, hefðbundið er 30 og 60 mínútur en það er til eldvarnargler með lengri tíma.

Hitageislun frá eldi,  getur orsakað sjálfíkveikju elds fjær eldsupptökum,  en I krafan hindrar hitageislun frá eldi í gegnum glerið í uppgefnar mínútur.

DæmiPyrobel EI 30 /16, þýðir að glerið heitir Pyrobel og að það hindri að eldtungur (E) fari í gegnum glerið í 30 mínútur og að það hindri einnig að hitageislun (I) fari í gegnum glerið í 30 mínútur. Glerið er 16 mm að þykkt.

Glerjun og frágangur eldvarnarglers í glugga þarf að vera í samræmi við frágangskröfur sem má sjá í tæknilýsingu eldvarnarglersins.  Gluggaframleiðendur gefa tækniupplýsingar um gluggann sjálfan en hann þarf einnig að standast þær kröfur sem gerðar eru.

Pyroguard, Pyrobellite og Pyrobel eldvarnargler er hægt að nota þegar sameina þarf kröfur til eldvarna, ljósflæðis og óskerts útsýnis, vegna þess að glerið er glært og lítur út eins og hefðbundið gler en er þykkara.

Eldvarnargler hefur takmörkun á stærðum sem má nota, samanber prófanir sem sjá má í bæklingunum í töflunni hér að neðan.

Einnig getið þið leitað ráða hjá sölumönnum okkar.

LagervaraBæklingurÞykktFlokkurEldþolNotkunarsvið
Pyroguard EW30 ImpactPyroguard EW30 Impact datasheet og certificatepdf7 mmEW30 míninni- og útigler
Pyroguard EW30 MaxiPyroguard EW30 Maxi datasheet og certificatepdf11 mmEW30 míninni- og útiglerv
Pyroguard EW60Pyroguard EW60 datasheet og certificatepdf11 mmEW30 míninni- og útigler
Pyroguard EI30 INTPyroguard EI30 INT datasheetpdf15 mmEI30 míninnigler
Pyrobelite 7EGPyrobel 7 datasheetpdf11 mmEW30 míninni- og útigler
Pyrobel EI30/16Pyrobel 16 datasheetpdf16 mmEI30 míninnigler
Ekki lagervara en hægt að útvega:BæklingurÞykktFlokkurEldþolNotkunarsvið
Pyrobel EI60/25Pyrobel 25 datasheetpdf25 mmEI60 míninnigler
Pyrobel EI90/30Pyrobel 30 datasheetpdf30 mmEI90 míninnigler
Pyrobel EI120/53Pyrobel 53N datasheetpdf53 mmEI120 míninnigler

Hér fyrir neðan eru meiri upplýsingar um eldvarnargler:

pdf Pyrobel bæklingur

Opna Product Selector frá Pyroguard

pdfSækja Bækling um PYROGUARD SK Product Porfolio

Heimasíða Pyroguard

Heimasíða Pyrobel

Pyroguard-UK-16.1  Technical Document – Product Information and Test Reports for Fire Resistant Glass, 2016 EDITION

ERTU MEÐ SPURNINGU?

SENDU INN FYRIRSPURN

[peg]