fbpx

Hamrað gler

Hamrað gler er ógegnsætt en hleypir birtu í gegn.  Hentar í hurðir og glugga,  hillur, skápa,  ísskápagler o.fl.

Tegundir, þykkt og stærð.

Crepi 4 mm þykkt, glært gler fínhamrað líkt og punktar.

Chinsilla 4 mm þykkt, glært gler með fínum sveigðum línum/röndum.

Chinsilla 4 mm reyklitað/brons gler með fínum sveigðum línum/röndum.

Algeng lagerstærð er 1600 x 2130 mm.

Við pöntun skal ávalt skilgreina glermálið í breiddarmál og hæðarmál til að fá munstrið í glerinu til að liggja rétt í glugganum; t.d. við útidýr er oft gler í eða við hliðina á útidyrahurðinni og síðan gler fyrir ofan  hurðina og þá þarf að passa að munstrið “liggi eða snúi” eins í glerinu.

Mynstrið er pressað í glerið í lok bræðslu þess með því að renna því á milli tveggja valsa, stundum kallað dregið gler. Á öðrum valsinum er mynstrið sem glerið fær.

crepi-agc     chinchilla-agc     chinchillabr-agc

Crepi                                                                     Chinsilla glært                                                     Chinsilla reyklitað

 

Mynstrað gler, skrautgler
Hamrað gler er hálfgegnsætt gler, framleitt úr glæru eða lituðu flotgleri.   Mynstrið er pressað í gler í lok bræðslu þess með því að renna því á milli tveggja valsa.  Á öðrum valsinum er það mynstur sem glerið á að fá.  Samverk selur margar gerðir af hömruðu gleri, bæði glært og reyklitað.

Helstu kostir:
Ná má fram ýmsum áherslum lita og ljós.
Verndar einkalífið fyrir óboðnum augu.
Sameinar fegurð og öryggi með hömruðu vírgleri.

Notkunarsvið:

Skilveggir innanhússEldhús
GlerdyrÍsskápar
SturtuklefarAfgreiðsluborð
BaðherbergiStigagangar
HillurHandrið
SkáparHúsgögn

Tegundir:

Crepi, glært
Fínhamrað
4 mm og 8 mm
Chinsilla, glært
Fínhamrað
4 mm
Chinsilla,reyklitað
Fínhamrað
4 mm
Quatrix, sandblásið
glært
4 mm
Satinbel, glært
Fínhamrað
4 mm
Sandblásið gler
4 mm til 19 mm
Sýruþvegið gler
4 mm – 8 mm – 12 mm
Vírgler pólerað glært
7 mm
Vírgler fínhamraðglært
7 mm
Vírgler standard glært
7 mm

 

ERTU MEÐ SPURNINGU?

SENDU INN FYRIRSPURN