Hitaþolið gler

Hitaþolið gler er gegnsætt gler (glært – örlítið út í gulbrúnt ) sem þenst lítið út við hita.  Það þolir allt að 700 °C hita og hentar  t.d. sem gler fyrir kamínur, arna og í iðnaðartæki. Hitaþolið gler er sérstakt gler notað í arna, gasgrill og eldstæði og er 4 mm þykkt.

Til viðmiðunar er oft talað um að eldur sé um 1.200 °C heitur. Hitaþolið gler þolir því ekki að vera í eldinum heldur nálægt honum.Hitaþolið gler er hægt að panta eftir máli og það er hægt að bora göt og slípa kanta á hitaþolnu gleri.  Ath. þetta gler er ekki eldvarnargler.

Stærð og þykkt:  Hámarksstærð 880×1560 mm. Þykkt 4 mm.

 

ERTU MEÐ SPURNINGU?

SENDU INN FYRIRSPURN