Tvöfalt gler

35% minna orkutap!

gallery_Gler_Einangrunargler_img_6295Tvöfalt einangrunargler minnkar orkutap bygginga. Áhugavert er að bera saman orkutap glerja en það er mismunandi eftir glertegundum og samsetningum. Stærsti munurinn felst í eiginleikum glerhúðunarinnar, þar á eftir er hægt að minnka orkutap rúðunnar með auknu millibili glerja og gasfyllingu.

Spyrjið um orkutapið eða U gildið á glerinu sem keypt er. Orkutapið er skilgreint með eftirfarandi hætti: U = W/m2 K.

Orkutapið eða U gildið er mælt í Wöttum á hvern fermetra miðað við eina hitastigsbreytingu. Því minna sem U gildið er því minna er orkutapið út um glerið.

Dæmi: Gamalt einangrunargler með uppgefið orkutap 2.0 W/m2 K er skipt út fyrir nýtt gler með uppgefið orkutap 1.3 W/m2 K . Mismunurinn er 0.7 W/m2 K , sem er 35% minna orkutap !

Helstu tegundir einangrunarglers:
-TopN + Einangrunargler
-Litað gler Sólvarnargler og einangrunargler
-Sunergy Sólvarnargler og einangrunargler
-Energy N Sólvarnargler og einangrunargler
-Stopray Vision 50 Sólvarnargler og einangrunargler

Hægt er fá einangrunargler með hljóðvörn, öryggisgleri, sandblæstri , mynstri ofl. Leitið ráða hjá sölumanni.

– Ábyrgðarskilmálar einangrunarglers
– Ísetningar leiðbeiningar einangrunarglers í timburglugga

pdfSækja bækling um Top N+ einangrunargler

Samverk býður upp á ýmsar útfærslur af hljóðvarnargleri en hávaði er vaxandi vandi í nútíma samfélagi.  Grunntegundin er einfalt hljóðvarnargler sem samanstendur af 2 glerskífum með filmu á milli.

Hljóðvarnargler dregur úr hljóði með ýmsu móti.  Gæði hljóðeinangruninnar má bæta með einu eða fleirum af eftirtöldum atriðum:

  • Auka loftbilið milli glerskífanna
  • Nota misþykkt gler
  • Nota samlímt hljóðvarnargler með hljóðvarnarfilmu
  • Nota réttar þéttingar og tvöfalda þéttilista í gluggum

 

Skoða tæknilýsingar um hljóðvarnargler

pdfSækja bækling um hljóðvarnargler

 

solvarnargler

Sólvarnargler eru bæði til glær og lituð, með eða án spegilhúðar. Til eru margar tegundir sólvarnarglers sem eru framleiddar af hráefnisframleiðendum víða um heim. Það má benda á kosti þess að velja glertegund sem er lagervara hér á landi til að afgreiðsla gangi hraðar og einnig til seinni tíma viðhalds og brota.

pdfSækja bækling: Stopray Vision 50

pdfSækja bækling um Energy N

 
 
 

ERTU MEÐ SPURNINGU?

SENDU INN FYRIRSPURN

[peg]