fbpx

 Tæknilýsing:  Flotgler glært einfalt.

Aðalhráefnið í flotgleri er kísilsandur (Si), síðan eru einnig: sódi (Na2O3) sem er bætt út í til að auðvelda bráðnun, kalksteinn og dólómít sem eru stöðugleikaþættir. Þessi blanda er hituð í bræðsluofni yfir 1500 °C og síðan flæðir vökvinn yfir bráðið tin á flæði- og kælilínu og er látið kólna hægt niður í umhverfishita. Með þessari aðferð næst rennislétt yfirborð, gott gegnsæi og jöfn þykkt.

Litað flotgler er framleitt á sama hátt og venjulegt glært flotgler en að auki er mismunandi málmefnasamböndum bætt í glerblöndunina til að fá ákveðinn lit.
Algengastur er reyklitur, grár eða grænn. Með litnum öðlast glerið sólvarnareiginleika. Það dregur í sig hluta af sólarljósinu og minnkar því sólarhitann innanhúss.

Flotgler, glært eða litað, er einnig til með sérstakri eðal málmhúð sem eykur varmaeinangrunargildi og sólvarnareiginleika glersins verulega.

Með nútíma tækni er hægt að vinna gler á margvíslegan hátt, t.d. :
samlíma í öryggisgler, herða, beygja, sandblása, slípa, bora, skera, fræsa, saga, lakka o.fl.

ÞykktirFlotgler
glært
U
W/m2K
TUV
%
LT
%
LR
%
DET
%
ER
%
EA
%
SF
%
RW
dB
RA tr
dB
Þyngd
kg/m2
4 mmeinfalt5,861908871086292610,0
6 mmeinfalt5,7538987971483312815,0
8 mmeinfalt5,7498987671780322920,0
10 mmeinfalt5,6458887372078343125,0
12 mmeinfalt5,5428787072376363330,0
15 mmeinfalt5,4388686772674373437,5
19 mmeinfalt5,3388586263270383547,5

Glerþykktir í glæru flotgleri:    4, 6, 8, 10, 12, 15, 19 mm.
Glerskífustærðir: 510 cm x 321 cm.
Herslustærð í einföldu gleri : 2000 x 3500 mm.  Herðum flestar þykktir og glertegundir.

SKOÐA SKILGREININGAR

Framleiðslustærð í einangrunargleri er allt að 2000 x 3500 mm.
Stærra gler er með lengri afgreiðslufresti.  Hafið samband við sölumenn.

Helstu kostir:
·     Vernd gegn regni og vindi
·     Vernd gegn varmatapi sem Einangrunargler
·     Vernd gegn sólarhita sem Sólvarnargler glært eða litað
·     Vernd gegn hávaða sem Hljóðvarnargler
·     Vernd gegn eldi og reyk sem Eldvarnargler
·     Vernd gegn slysum sem samlímt Samlímt öryggisgler og Hert öryggisgler
·     Hleypir dagsljósi í gegn en takmarkar sýni í gegn, Hamrað gler  og sandblásið gler

Notkunarsvið:
Af öllum mögulegum byggingarefni efnum er gler án efa með mesta möguleikanna. Hvort sem glerið er gegnsætt, hálfgegnsætt eða ógegnsætt þá getur gler afmarkað rými, opnað þau um leið og stækkað, allt eftir hvernig hönnuður nýtir glerið saman við aðra þætti eins og t.d. dagsljós og aðra lýsingu í rýminu. Gler er bæði hart og sterkt en um leið hefur það ákveðinn léttleika og sérstaka tilfinningu í umgengni. Með hjálp nútímatækni er hægt að vinna gler á margvíslegan hátt eftir notkunarsviði t.d.: samlíma, herða, beygja, sandblása, slípa, bora, skera, lita og vinna á ýmsan annan hátt.

Í gleri koma öll efni saman í eitt og notkunarmöguleikarnir eru miklir bæði innanhúss og utanhúss. Það má nota: heima, á skrifstofunni, í versluninni, á sýningarsvæðum, hótelum, kaffihúsum og veitingastöðum. Það má byggja úr því hýsi og nota gler sem stoðir að ákveðnu marki.