fbpx

DET – Direct Energy Transmission (Beint orkuflæði)
Hlutfall sólarorku sem berst beint í gegnum gler miðað við heildarsólarorkuna sem berst að glerinu. (Litrófsdreifing milli 300 og 2150 nm).

EA – Energy Absorption (Orkugleypni)
Hlutfall sólarorku sem glerið “gleypir” miðað við heildarsólarorkuna sem berst að glerinu.

ER – Energy Reflection (Endurkast sólarorku)
Hlutfall sólarorku sem endurkastast af glerinu miðað við heildarsólarorkuna sem berst að glerinu.

LT light transmission – Light Transmission – (Ljósflæði)
Hlutfall ljóss sem berst í gegn um gler miðað við heildarljósmagn.

LR – Light Reflection (Endurkast ljóss)
Hlutfall ljóss sem endurkastast af gleri miðað við heildarljósmagn

LWSC – Long Wave Shading Coefficient (Skuggastuðull langbylgja)
Hlutfall þeirrar orku sem glerið hefur gleypt (EA) en hleypir síðan í gegn, margfaldað með 0,87.

RW -heimilishljóð
Rw – Noise Reduction Factor (Hljóðvarnarstuðull)
RW -heimilishljóð- er vegið meðaltal fyrir hljóðeinangrun sem mæld er á tilraunastofu við mismunandi tíðni.
R´ W er reiknað á sama hátt og RW en mælt á staðnum (í raunverulegum byggingum).
RA tr (A) Noise Reduction Factor (Hljóðvarnarstuðull)
RA tr (A) -umferðarhávaði. Hér hefur leiðréttingastuðlinum Ctr verið bætt við RW til að taka meira tillit til hávaða frá umferð.

SC – Shading Coefficient (Skuggastuðull)
Skuggastuðullinn er fundinn út með því að margfalda sólarstuðulinn (SF) með 0,87 sem er sólarstuðull fyrir 3 mm glært flotgler.

SF – Solar Factor (Sólarstuðull) eða Total Energy Transmission (Heildarorkuflæði)
Hlutfall heildarorkuflæðis sem berst í gegnum glerið miðað við heildarorkuna sem berst að glerinu. Heildarorkuflæði er samtala þess orkuflæðis sem fer beint í gegn um glerið og þeirrar orku sem glerið gleypir en hleypir síðan inn.

– Short Wave Shading Coefficient (Skuggastuðull stuttbylgja)
Beint orkuflæði (DET) margfaldað með 0,87.

UV Ultra-violet – Ultra-violet Transmission (Útfjólubláir geislar)
Hlutfall útfjólublárra geisla sem berast í gegnum gler miðað við heildarmagn geislanna. (Sveiflutíðni milli 280 og 380 nm).

U–gildi – Varmatapsstuðull (U-value)
Varmatapsstuðullinn (U–gildið) er magn varma í wöttum sem tapast á einni klukkustund gegnum 1 m2 flöt þegar hitamismunur úti og inni er 1° Kelvin.

U-gildið er reiknað út frá breytistuðli yfirborðshita glers m/v 8 W/m2K og 23 W/m2 K úti.
Því lægra sem U-gildið er því minna er orkutapið.

Samkvæmt byggingarreglugerð nr.441/1998 grein nr. 180.3
,,Við ákvörðun U-gilda byggingarhluta skal taka mið af æskilegum innilofthita og fyrirhugaðri notkun. Fyrir gler í íbúðarhúsnæði og önnur fullhituð húsnæði skal varmatapsstuðul vera 2,0 W/m2 K eða lægri”. Samverk framleiðir tvöfalt einangrunargler og einnig glært sólvarnargler með innbrenndri mjúkri húð sem hefur einangrunargildi allt að U=1.1 W/m2 K og uppfyllir því skilmála reglugerðarinnar.

Flotgler
Aðalhráefnið í flotgleri er kísilsandur (Si). Sóda (Na2O3) er bætt út í til að auðvelda bráðnun auk kalksteins og dólómíts sem eru stöðugleikaþættir. Þessi blanda er hituð í yfir 1500 °C í bræðsluofni og hellt yfir bráðið tin og látið kólna hægt niður í umhverfishita. Með þessari aðferð næst rennislétt yfirborð, gott gegnsæi og jöfn þykkt.