Glerhandrið

Sérsmíðum glerhandrið eftir málum, gerum göt fyrir festingar ef með þarf. Við mælum með að gler í handrið og annarsstaðar þar sem hugsa þarf um fallvarnir, sé samlímt gler. Útfærslur á handriðum fara yfirleitt eftir því hvernig það er fest. Stundum er glerið boltað með punktfestingum eða boltum að neðan í gegnum glerið og í gólfplötuna. Mikilvægt er að festa glerið án þess að þvinga það að gólfplötunni. Gler sem er þvingað og er undir spennu getur brotnað síðar.

Stundum er notað flatstál fremst og innst og samlímt glerið þar á milli með þéttu pakkningarefni sem aðskilur gler og stál. Einnig er hægt að festa glerið með klemmum á stólpa. Í öllum útfærslum mælum við með að settur sé handlisti til styrkingar á handriðinu.

Athugið að láta viðurkenndan ráðgjafa  hanna útlit og ákveða festingar og reikna út glerþykktir.

Bjóðum upp á boltafestingar til að festa glerið.

Leitið ráða hjá sölumanni.

Bæklingur – Glerhandrið frá Pauli

ERTU MEÐ SPURNINGU?

SENDU INN FYRIRSPURN

[peg]