Persónuverndarskilmálar

1. Almennar upplýsingar

Samverk leggur mikla áherslu á öryggi og trúnað persónuupplýsinga viðskiptavina, samstarfsaðila og gesta vefsins samverk.is. Með þessum skilmálum er útskýrt hvaða upplýsingar við söfnum, hvernig þær eru notaðar og hver réttindi þín eru samkvæmt persónuverndarlögum nr. 90/2018 og almennu persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins (GDPR).

2. Hvaða upplýsingar söfnum við?

Við söfnum aðeins þeim persónuupplýsingum sem nauðsynlegar eru í tengslum við rekstur okkar og þjónustu. Þetta getur m.a. falið í sér:

  • Nafn, netfang, símanúmer og aðrar samskiptaupplýsingar sem þú veitir í gegnum fyrirspurnarform eða tölvupóst.
  • Upplýsingar sem tengjast viðskiptum, svo sem pöntunum, reikningum og greiðslum.
  • Tæknilegar upplýsingar um notkun vefsins, s.s. IP-tölu, tegund vafra og kökur (cookies), ef slíkt er notað.

3. Hvernig notum við upplýsingarnar?

Persónuupplýsingar eru notaðar í þeim tilgangi að:

  • Svara fyrirspurnum og veita þjónustu.
  • Vinna úr pöntunum og reikningum.
  • Halda utan um lögbundið bókhald.
  • Bæta þjónustu og upplifun notenda á vefnum.
  • Tryggja öryggi og rekjanleika ef á þarf að halda.

4. Greiningartól og markaðskerfi

Samverk notar vefgreiningar- og markaðskerfi til að skilja betur hvernig notendur nota vefinn og til að bæta þjónustu og auglýsingar:

  • Google Analytics: Notað til að safna upplýsingum um heimsóknir á vefinn, s.s. hvaða síður eru skoðaðar og hversu lengi. Þessar upplýsingar eru nafnlausar og notaðar til að greina notkunarmynstur og þróa vefinn.
  • Meta (Facebook) Dataset: Notað til að búa til sérsniðnar og markvissar auglýsingar á samfélagsmiðlum Meta. Þessar upplýsingar geta falið í sér IP-tölu, tæknilegar upplýsingar um tæki og vafra, auk notkunargagna frá heimsókn á vefnum.

Þessum gögnum er miðlað til Google og Meta, sem vinna þau einnig samkvæmt eigin persónuverndarstefnum. Notendur geta stillt notkun vafrakaka í gegnum sinn vafra eða hafnað þeim í heild.

5. Varðveisla gagna

Við varðveitum persónuupplýsingar aðeins svo lengi sem nauðsyn krefur vegna þeirra tilgangra sem þær voru safnaðar, eða eins og krafist er samkvæmt lögum (t.d. varðveisla bókhaldsgagna í 7 ár).

6. Þriðju aðilar

Samverk miðlar ekki persónuupplýsingum til þriðju aðila nema:

  • Með þínu skýra samþykki.
  • Þegar það er nauðsynlegt til að uppfylla lagaskyldu.
  • Ef þjónustuaðilar (t.d. hýsingar- eða bókhaldsfyrirtæki) þurfa nauðsynlegar upplýsingar til að veita þjónustu fyrir Samverk. Í slíkum tilfellum er gerður vinnslusamningur sem tryggir að farið sé með gögnin samkvæmt lögum.

7. Réttindi þín

Þú átt rétt á að:

  • Fá upplýsingar um hvaða gögn við höfum um þig.
  • Fá afrit af persónuupplýsingum þínum.
  • Krefjast leiðréttingar á röngum eða ófullnægjandi upplýsingum.
  • Krefjast þess að gögnum sé eytt þegar þau eru ekki lengur nauðsynleg.
  • Leggja fram kvörtun til Persónuverndar ef þú telur brotið á réttindum þínum.

8. Öryggi upplýsinga

Samverk beitir viðeigandi tæknilegum og skipulagslegum ráðstöfunum til að tryggja öryggi persónuupplýsinga gegn óviðkomandi aðgangi, breytingum eða eyðingu.

9. Kökur (cookies)

Vefurinn samverk.is notar vefkökur til að bæta upplifun notenda, greina umferð á vefnum og þróa þjónustu okkar. Meðal annars eru notaðar kökur frá Google Analytics og Meta. Notendur geta breytt stillingum í vafra sínum og hafnað notkun á kökum ef þeir kjósa.

10. Samskipti

Ef þú hefur spurningar varðandi meðferð persónuupplýsinga eða vilt nýta réttindi þín getur þú haft samband við okkur:

Samverk ehf.
Sími 488 900
samverk@samverk.is